við aðstoðum þig við

Beinar 
útsendingar

á netinu

í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum

Stafrænir viðburðir færa þig nær viðskiptavininum:

Faraldurinn hefur breytt landslagi viðskipta svo um munar. Kröfur neytenda um skilvirkni, hraða og gagnvirkni í viðskiptum sínum á netinu hafa aukist hratt og hafa mörg fyrirtæki átt fullt í fangi með að aðlagast þessu breytta umhverfi.

LÆF er ungt og framsækið framleiðslufyrirtæki sem vill bjóða fyrirtækjum stórum sem smáum að stíga inn í heim beinna útsendinga sem hagkvæman, mælanlegan og skilvirkan valkost í sínu markaðsstarfi.

Hér að neðan má sjá nokkur dæmi:

Það sem við gerum fyrir þig:

Við komum til þín og stillum upp fyrir útsendingu. Við mætum með eigið internet, lýsingu og skjái og bjóðum allt að 3 sjónarhorn, mynd í mynd fyrir slæðusýningar og margt fleira.

Hægt er að lesa upp hluta efnisins af teleprompter, svo þú þarft ekki að vera með laus blöð eða missa augnsamband við áhorfendur.

Við mætum með skjá svo þú sjáir og heyrir í þátttakendum og sérð um leið sjálfan þig í mynd.

Við bjóðum upp á fjölda verkfæra sem auka gagnvirkni og þátttöku áhorfenda á fyrirlestrum: 
–  kosningar og niðurstöður í rauntíma
–  spjallað og spurt (Q&A) með áhorfendum
–  spurningar frá áhorfendum sem pop-up grafík.

Þú færð fyrirlesturinn frá okkur á HD mp4 formi sem þú getur sent á áhorfendur, án endurgjalds eða gegn aukagreiðslu. Fullkomin leið til að auka framlegð.

Hver klukkustund kostar 25.500 + vsk. og er að lágmarki greitt fyrir 2 klst. Við gerum ávallt fast tilboð fyrirfram, svo ekkert komi á óvart.

Vefnámskeið / webinars

Viltu auka vitund um  fyrirtækið þitt? Vefnámskeið / webinars eru frábær leið til að leiða viðskiptavini inn í viðskipti.

Fjarkennsla

Kröfur neytenda um mynd- og hljóðgæði eru sífellt að aukast. Við sendum út í 1080p HD á 60 römmum á sekúndu. Það er upptaka sem er gaman að eiga.

Vörukynningar

Kynningarviðburðir í beinni er sterk leið til að vekja athygli og eftirvæntingu viðskiptavina. Gagnvirkni og samtal í rauntíma.

Uppboð

Uppboð í beinni vekja athygli og eftirvæntingu, jafnt þeirra sem taka þátt og þeirra sem vilja fylgjast með.

Hlaðvörp

Hlaðvörp í mynd eru framsækin leið til að fræða viðskiptavini og skapa vitund
um vörumerkið þitt. 

Markaðs- , kynningar & fræðsluefni

Við erum ekki bara ,,læf” á netinu heldur bjóðum við líka upp á upptökur og eftirvinnslu á hvers kyns kvikmynduðu efni.

Hefðbundnari verkefni:

Að sjálfsögðu sinnum við einnig hefðbundnari verkefnum,
eins og beinu streymi frá:

hluthafafundum og íbúafundum
stórum fjarfundum

LÆF er
Fugl á hugarflugi.slf
kt. 460114 0390
s. 775 2829