Minningarathafnir og jarðarfarir

Streymisþjónusta frá jarðarförum, minningarathöfnum og minningarstundum.

Við leggjum metnað okkar í að vinna af háttvísi og virðingu, og gerum  streymi minningarathafna aðgengilegar og fallegar þeim sem ekki eiga heimangengt.

Við bjóðum eftirfarandi lausn fyrir aðstandendur:

  • Streymið er sent út frá lendingarsíðu með einföldu léni þar sem aðstandendur geta fundið útsendinguna


  • Streymt með 1-2 myndavélum


  • Fullkomin hljóðmynd sem gerir tónlistarflutningi og útfararorðum góð skil.


Upptökunni geta aðstandendur hlaðið niður á tölvu að athöfn lokinni til eignar og dreifingar að vild, en einnig er hægt að óska eftir að fá upptökuna á USB-lykli í 4K gæðum, gegn hóflegu gjaldi. 

Hægt er að hafa samband
 á info@laef.is 
eða í s. 775 2829

og kostar þjónustan 85.000 kr. m.vsk.

Við biðjum viðskiptavini kynna sér skilmála þjónustunnar
hér að neðan:

  1. þjónustan er innt af hendi á útfarardegi og mæta starfsmenn LÆF útfararstað 30-60 mínútum fyrir athöfn, eftir umfangi og aðstæðum.

  2. Við streymum með 1-2 myndavélum, eftir umfangi og aðstæðum, og veljum vandaðan hljóðbúnað til verksins.

  3. Viðskiptavinur samþykkir með kaupum að streymi útfara og minningarathafna eru flóknar og vandframkvæmdar útsendingar. Í algerum undantekningartilfellum getur útsendingarbúnaður eða nettenging brugðist, eða mannleg mistök, sem hefur áhrif á útsendinguna. Í slíkum tilfellum leggjum við okkur fram um að koma upptöku útfararinnar á lendingarsíðu útfararinnar samdægurs.

  4. Hafi útsending ekki komist í loftið, eða meira en 20 mínútur liðið áður en hún komst í loftið, sé það af ytri eða mannlegum ástæðum, bjóðum við aðstandendum 25% afslátt af uppsettu verði og heildarupptöku útfarar komið á lendingarsíðu samdægurs.

  5. Lendingarsíður eru aðgengilegar í 3 mánuði frá útfarardegi og hægt er að hlaða upptökunni þaðan innan þess tímaramma, til frjálsra afnota og dreifingar með hverjum þeim hætti sem aðstandendur óska. Upptaka sú er í Full HD (1080P).

  6. Hægt er að óska eftir að fá upptökuna til varðveislu á USB-lykli. Þá er grunnupptökunni skilað til viðskiptavinar á 4K formi og kostar það viðvik 5.000kr.